miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Titill óskast

Ég fór þarna í kokteil í ESSO á föstudagskvöldið, mjólk var veitt í ágætismagni og eiga þeir hrós skilið fyrir það, ég er nú samt ekki alveg búinn að fyrirgefa þeim fyrir samkeppnisdæmið um árið, greinilegt að í þessu fyrirtæki er lagt mikið uppúr samvinnu og hópdæmi. Síðan lá leið á Hverfisbarinn þar sem skemtunin hélt áfram. Merkilegt samt hvað lögfræðingar vaða í villu og svima um að þegar þeir séu orðnir ögn kendir þá séu þeir meistarar dansgólfsins. Þegar geðsjúklingar í öðrum deildum lesa yfir sig telja þeir sig vera Napoleon eða einhvern viðlíka, en ég held að það í lok viku hins almenna laganema, haldi þeir að þeir séu Fred Astair eða Ginger Rogers. (það að ég viti þessi nöfn er Gettu betur að kenna, ekki að ég sé "sérstakur", sá sem heldur því fram skal bannfærður og dæmdur til eilífðarvistar í línulegri algebru....

Metnaðurinn mætti allveg vera meiri þessa dagana þó ég sé langt frá því að vera í bullinu. Ég læt með fylgja mynd af félaga mínum í lögfræðinni þar sem öskrandi metnaður er í gangi.... Sorry Gunnar (sem veit ekki af þessari síðu)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home