miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Almenn leiðindi

Jæja, þetta er nú alveg til að drepa hvern mann. Mætti klukkan 8 til að fara í einhverja tíma og hvað gerist, jú maður fer í einn grautfúlan eðlisfræðitíma, þar sem nota bene 5 voru mættir í þegar hann var að fara að byrja að kenna. Og síðan ekkert meir, línan féll niður og ég fékk að sjálfsögðu að vita það klukkan hálf tólf eða eitthvað. Margir væru ánægðir með þetta svo þeir gætu farið heim, en ég hef ekki samvisku í að strjúka heim svo snemma, þannig að ég er bara búinn að hanga hérna í guð má vita hvað marga tíma og hef afkastað svo miklu sem....engu :( Það er nú samt gaman að fá að deila þessari gremju með einhverjum, þannig að ég stend í þakkarskuld við Tryggva að hleypa manni inn í þetta mikla dæmi sitt, sem þessi blogsíða er að verða. Veit samt ekki hvað maður nennir að vera duglegur, en á hinn boginn þarf ég nú ekki að vera mjög duglegur til að slá eigand síðunnar við :P Væri gaman að fá smá "fíídbakk" á hvort maður eigi yfirhöfuð að vara að þessari vitleysu.....

Ég segi þá bara viel Spass und auf wieder sehen.......

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Æ ég veit það ekki, ég held að þú hafir nú lítið í þetta að gera :)En mér fannst fínt að hanga bara soldið í dag, og ekki verra að það var með þér (snökt). Samt þegar ég fer að hugsa um það þá ættir þú kannski bara að vera duglegur að blogga, það er svo gaman að lesa um hvað fólk er að gera í lífinu.

7:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég verð nú bara að segja að þetta er dálítið Óskarslegt blogg það myndi engin annar blogga svona nema þú....en það er nú samt bara gaman af því að þú er komin í þennan blogg heim.

9:46 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Plís hættu!!!

4:04 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ja ég verð að segja að þetta blogg þitt óskar slær held ég út bloggið hans GsG í denn!!!

10:53 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ég er nú nett sérstakur, tékkaði sjálfur á síðunni minni (NB ég er Tryggvi..) og kannaðist bara ekkert við þessa færslu, fór að pæla hvað ég hefði verið að steypa, (endanlega farinn yfirum af yfirlestri). En óskar ekki bitur :)

9:07 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ertu bitur kallinn minn? Alger óþarfi, veit alveg hvernig það er að vera með bloggleti

Gangi ykkur félögum vel að lesa fyrir próf

9:17 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst nú frekar litið vera að gerast á þessari síðu.

5:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home