miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Almenn leiðindi

Jæja, þetta er nú alveg til að drepa hvern mann. Mætti klukkan 8 til að fara í einhverja tíma og hvað gerist, jú maður fer í einn grautfúlan eðlisfræðitíma, þar sem nota bene 5 voru mættir í þegar hann var að fara að byrja að kenna. Og síðan ekkert meir, línan féll niður og ég fékk að sjálfsögðu að vita það klukkan hálf tólf eða eitthvað. Margir væru ánægðir með þetta svo þeir gætu farið heim, en ég hef ekki samvisku í að strjúka heim svo snemma, þannig að ég er bara búinn að hanga hérna í guð má vita hvað marga tíma og hef afkastað svo miklu sem....engu :( Það er nú samt gaman að fá að deila þessari gremju með einhverjum, þannig að ég stend í þakkarskuld við Tryggva að hleypa manni inn í þetta mikla dæmi sitt, sem þessi blogsíða er að verða. Veit samt ekki hvað maður nennir að vera duglegur, en á hinn boginn þarf ég nú ekki að vera mjög duglegur til að slá eigand síðunnar við :P Væri gaman að fá smá "fíídbakk" á hvort maður eigi yfirhöfuð að vara að þessari vitleysu.....

Ég segi þá bara viel Spass und auf wieder sehen.......

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Titill óskast

Ég fór þarna í kokteil í ESSO á föstudagskvöldið, mjólk var veitt í ágætismagni og eiga þeir hrós skilið fyrir það, ég er nú samt ekki alveg búinn að fyrirgefa þeim fyrir samkeppnisdæmið um árið, greinilegt að í þessu fyrirtæki er lagt mikið uppúr samvinnu og hópdæmi. Síðan lá leið á Hverfisbarinn þar sem skemtunin hélt áfram. Merkilegt samt hvað lögfræðingar vaða í villu og svima um að þegar þeir séu orðnir ögn kendir þá séu þeir meistarar dansgólfsins. Þegar geðsjúklingar í öðrum deildum lesa yfir sig telja þeir sig vera Napoleon eða einhvern viðlíka, en ég held að það í lok viku hins almenna laganema, haldi þeir að þeir séu Fred Astair eða Ginger Rogers. (það að ég viti þessi nöfn er Gettu betur að kenna, ekki að ég sé "sérstakur", sá sem heldur því fram skal bannfærður og dæmdur til eilífðarvistar í línulegri algebru....

Metnaðurinn mætti allveg vera meiri þessa dagana þó ég sé langt frá því að vera í bullinu. Ég læt með fylgja mynd af félaga mínum í lögfræðinni þar sem öskrandi metnaður er í gangi.... Sorry Gunnar (sem veit ekki af þessari síðu)