sunnudagur, október 09, 2005

Vinna/Tapa

Maður má víst ekki tapa keppni og því verður maður að fara að blogga oftar. En til þess að blogg geti talist blogg þarf maður að hafa um eitthvað að blaðra/blogga. Við Óskar hittum Kollu og Hrund á verkfræðidjammi þar sem vel var tekið á því í Ölinu. Massa gaman að hitt þær aftur. Magnað hvað maður týnir kontakt við suma.
Ég hef reyndar ekki verið eins þunnur í lengri tíma eins og morguninn eftir... USSSS. Háskalegt.

Í vikunni síðustu var slegið 11 tíma lestrar met. Það var slegið um einn tíma og er núgildandi persónulegt met því 12 tímar (verkfræðingar mega leiðrétta stærðfræðina ef hnökrar eru á útreikningum).

Að lokum Októberfest var núna á Föstudaginn. Átti í erfiðleikum með að kneyfa ölið þar sem maginn mundi eftir píningunum sem hann fór í gegnum um síðustu helgi. Því var afraksturinn aðeins 2.. Slappt en síðasta helgi er til Refsilækkunar. Við Ágúst skemmtum okkur prýðilega og hann sá um drykkjuna það kvöldið. Sjálfur beilaði ég heim um 3 leytið en hann hefur ekki hugmynd um það hvenær hann kom heim.

Sund morguninn eftir þar sem gamall karl hló dátt að vitleysunni og hinum bönnuðu sögum sem sumir létu flakka... Engin nöfn nefnd......... :)

bless í bili.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sko...í fyrsta lagi, þá fór ég með þetta í Reyni stærfræði kennara og eftir klukkutíma útreikninga og margskonar Taylor raðir og Steiners föll komumst við að því að metið stendur sem 12 tímar og geri aðrir betur. Þessar niðurstöður eiga sér engar hliðstæðar.
Í öðru lagi, já shit hvað kallinn hékk lengi í pottinum til þess að hlera þetta. Ég meina hann var orðinn að sveskju....one hrukka all over bara....en ég efast ekki um að þetta var þess virði, ég meina miðað við sögurnar frá þriðja aðelanum, þ.e.a.s. ekki mér og ekki þér....hmmmm who is left??? Geymum það leyndarmál milli mín, þín, kallsins og heitapottsins.
Í þriðja lagi...hvað eru krakkar að gera í sundi á laugardagsmorgnum...skvetta vatni og læta, hvað á það að þýða, þegar fólk er að reyna að slappa af.
Í fjórða lagi, ég skrfia svo mikið að ég ætti bara að fá mér bloggsíðu, ég skrifa meira en þú!!! :P
Í fimmta lagi, þú gleymdir ógleymanlegu ( greinilega ekki ) keilukvöldi þar sem hart var tekist á. Ónefndar kærustur tvær notuðu vallarmörk keilubrautanna óspart, en það kom ekki á sök, þær fengu að nota þar til gerða "fráhrindara" ef svo má að orði koast, sem þjóna þeim tilgangi að hrinda kúlunum aftur á rétta braut, þ.e.a.s. FELLA!!! En við bárum okkur vel þrátt fyrir tap, það vorum við Tryggvi, Gunnar sem attum kappi við Helenu, Ástu, Eydísi og Agnesi....þær gátu svo sem ekki fengið meiri hjálp, nema kannski að nota göngugrindina....:P En við Gunnar komumst að þeirri niðurstöðu að við viljum "keilarann" á næstu braut í lið með okkur, jafnvel í skiptum fyrir Tryggva, hann var með 99 eftir 5 köst, þar af 0 í fyrsta. En Tryggvi endaði einmitt með 4 stigum minna en það, = 95.
Við lágum samanlagt með 53 stigum, einum færri án hjálpartækja. Geri aðrir betur :P
Ég ætla að hættu að sinni, það er gaman að vera svona með undirbloggsíðu hjá þér félagi...vonandi ekki illa tekið. Lestu þetta nú við tækifæri, og aðrir líka :P Sjáumst.....kveðja Lesandinn :P

4:38 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaur þú veist að bloggsíða kostar ekkert... þú þarft ekki að vera að blogga á annarra manna síðum... því segi ég að fyrst að þú hafir svona mikið að segja eigir þú að byrja með bloggsíðu því ég held svei mér þá að þú farir að tapa þessari blessuðu keppni sem að við vorum að etja vinum okkar útí...
Kveðja,
Gaurinn úr verklegri eðlisfræði

4:54 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Óskar er allavegna ekki lélegasti bloggarinn hérna inni!!!

gaurinn sem er einhverstaðar úti í sveit

8:22 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er slæmt að þú þurfir að halda aftur að þér í öldrykkju. Ég held þú ættir frekar að taka mark á okkar fyrrverandi kennara í eðlisfræði en hann sagði eitt sinn við okkur eitthvað á þessa leið: "Háskóli er mun skemmtilegri en menntaskóli, þá finnur maður sér einhverja íbúð og er fullur flestar helgar". Auk þess sagði hann að maður eigi frekar að nota tímann þegar maður er yngri til þess að vera fullur, því að þegar maður er eldri þá þolir maður drykkjuna ekki jafn vel.

Hlustaðu nú frekar á hann heldur en magan á þér, þú ert nú það mikill þýskumaður að þú ættir að halda oktoberfest eins og bókin segir til um.

9:55 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home