laugardagur, október 22, 2005

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home