laugardagur, október 22, 2005

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ef gefið er í 0,1 þá segi ég 8,7 en af það er hálfum þá er það 8,5 og í heilum 9. Eins og menn með smá stærðfræðikunnáttu ættu að geta námundað þetta í. Ég veit að þú hafið staðið þig. Ég sagði þér það fyrir fram.

5:21 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Okey tryggvi þetta er hann litli bróðir þinn ég segi 7,9 þu verður lika að standa við það

5:41 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Þú færð 7,5, og ísinn er minn :p

8:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

já ef námundað er þá færðu 7,5 en ef gefið er í heilu er þetta 8 og loks ef gefið er í 0,1 þá ertu með 7,6

Þannig að ég kem heim líklegast í næstu viku þannig að þá væri ágætt að fá ísinn
takk takk

10:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir góð skot. það er greinilegt að menn eru ekki að þora að skjóta neðar.. verður spennandi að sjá... vinningshafinn verður tilkynntur við fyrsta tækifæri

2:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef það er gefið í 0,1 þá segi ég 8,3 en ef það er gefið í 0,5 þá segi ég 9,2 en ef það er gefið í heilum þá segi ég 6 :) En eins og Óskar þá er ég ekki í neinum vafa um að þú stóðst þig frábærlega enda væri annað líka bara bull eftir allann þennan tíma ;)

10:33 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

í heilum þá færðu 7
í fimmum færðu 7.5
Í núllásum færðu 7.4

3:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home