sunnudagur, október 30, 2005

Letilíf

Það er ekki allveg sami dugnaðurinn í manni og í byrjun, hann er samt allveg til staðar, fer að keyra upp pressuna hvað úr hverju. Bíllinn fer í réttingu á mánudaginn, verður fínt að geta látið sjá sig aftur (Það er bara ekki boðlegt að aka um á beygluðum bíl!!). Það fer líka að styttast í að ég skuldi einhverjum ís, fæ líklegast útúr prófinu fyrir lok þessarar viku. Annars er nú fátt að frétt.... humm hvað getur maður sagt


....auf wieder hören

miðvikudagur, október 26, 2005

Tilraunir


Ég hef verið nett latur síðustu tvo daga. Svona eða þannig er enn að ná mér á strik eftir törnina í síðustu viku. Er að fara í kynningu í Hæstarétt að skoða kofann. Síðan er kokteill næsta föstudag í boði bensínokrarans ESSO, ætli þeir séu að leita sér að upprennandi stjörnum í skaðabótarétti nú eða einhverjum sem lofa góðu í samkeppnismálum. Þá hlýtur að vera lykilatriði að vera með hópvinnugenið og leita samráðs hjá þeim sem eru með þér í hóp, hvort sem um er að ræða keppni eða leik.

Ég er að reyna að læra á fídusana hérna á blogginu, fanst viðeigandi að setja mynda af lærandi manni. Þessi vitleysingur var reyndar ekki í HÍ.

Lærlingur Kveður

sunnudagur, október 23, 2005

.....

Þá heldur þetta áfram. Það var svosem fínt á próflokadjamminu í gær. Það var nú samt ekki eins og síðast þegar við Ágúst fórum á Hverfisbarinn, ekki eins fróðlegt.

Taldi saman blaðasíðurnar sem eru fyrir fyrstu 3 dagana í næstu viku í Almennunni litlar 303 síður!!!! eins gott að ég var duglegur í þar síðustu viku og er búinn að renna yfir þetta að stórum hlut. Þarf samt pottþétt að gera það aftur.

kallinn kveður að sinni með Rammstein í eyrunum að lesa: um fordæmi og valdmörk dómstóla höf. Jón Steinar Gunnlaugsson

laugardagur, október 22, 2005

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo

þriðjudagur, október 11, 2005

BlogBlogBlog

Ég þakka þeim kærlega fyrir sem lagt hafa hönd á plóg við bloggið síðustu daga. Kærkomið að þurfa ekki að standa einn að þessari viðamiklu útgáfu sem þetta blogg er að verða... úffff

Annars er flest fátt að frétta en í anda keppninnar sem ég ætla ekki að vinna/tapa þá verður að skirfa eh. Er á fullu yfir bókunum þessa dagana sæmilega langir dagar og metnaður í gangi. Það eru 11 dagar í próf eða þar um bil og spennan farin að magnast í bekknum. Er nú bara bjartsýnn á þetta.

En það er afskaplega takmarkað hvað hægt er að segja skemmtilegt þegar maður eyðir öllum deginum yfir bókunum, því er mál að linni. En "Lesandi" þér er guðvelkomið að skrifa eh meira... bara að það hljómi ekki eins og mamma einhvers að segja "jú þú eignaðist nú sænskann vin"

hilsen

sunnudagur, október 09, 2005

Vinna/Tapa

Maður má víst ekki tapa keppni og því verður maður að fara að blogga oftar. En til þess að blogg geti talist blogg þarf maður að hafa um eitthvað að blaðra/blogga. Við Óskar hittum Kollu og Hrund á verkfræðidjammi þar sem vel var tekið á því í Ölinu. Massa gaman að hitt þær aftur. Magnað hvað maður týnir kontakt við suma.
Ég hef reyndar ekki verið eins þunnur í lengri tíma eins og morguninn eftir... USSSS. Háskalegt.

Í vikunni síðustu var slegið 11 tíma lestrar met. Það var slegið um einn tíma og er núgildandi persónulegt met því 12 tímar (verkfræðingar mega leiðrétta stærðfræðina ef hnökrar eru á útreikningum).

Að lokum Októberfest var núna á Föstudaginn. Átti í erfiðleikum með að kneyfa ölið þar sem maginn mundi eftir píningunum sem hann fór í gegnum um síðustu helgi. Því var afraksturinn aðeins 2.. Slappt en síðasta helgi er til Refsilækkunar. Við Ágúst skemmtum okkur prýðilega og hann sá um drykkjuna það kvöldið. Sjálfur beilaði ég heim um 3 leytið en hann hefur ekki hugmynd um það hvenær hann kom heim.

Sund morguninn eftir þar sem gamall karl hló dátt að vitleysunni og hinum bönnuðu sögum sem sumir létu flakka... Engin nöfn nefnd......... :)

bless í bili.