Maður má víst ekki tapa keppni og því verður maður að fara að blogga oftar. En til þess að blogg geti talist blogg þarf maður að hafa um eitthvað að blaðra/blogga. Við Óskar hittum Kollu og Hrund á verkfræðidjammi þar sem vel var tekið á því í Ölinu. Massa gaman að hitt þær aftur. Magnað hvað maður týnir kontakt við suma.
Ég hef reyndar ekki verið eins þunnur í lengri tíma eins og morguninn eftir... USSSS. Háskalegt.
Í vikunni síðustu var slegið 11 tíma lestrar met. Það var slegið um einn tíma og er núgildandi persónulegt met því 12 tímar (verkfræðingar mega leiðrétta stærðfræðina ef hnökrar eru á útreikningum).
Að lokum Októberfest var núna á Föstudaginn. Átti í erfiðleikum með að kneyfa ölið þar sem maginn mundi eftir píningunum sem hann fór í gegnum um síðustu helgi. Því var afraksturinn aðeins 2.. Slappt en síðasta helgi er til Refsilækkunar. Við Ágúst skemmtum okkur prýðilega og hann sá um drykkjuna það kvöldið. Sjálfur beilaði ég heim um 3 leytið en hann hefur ekki hugmynd um það hvenær hann kom heim.
Sund morguninn eftir þar sem gamall karl hló dátt að vitleysunni og hinum bönnuðu sögum sem sumir létu flakka... Engin nöfn nefnd......... :)
bless í bili.