þriðjudagur, september 27, 2005

er það Súperman .... Nei Sigurður Líndal

Ég fór í tíma í réttarsögu hjá Sigurði Líndal um daginn, og þvílík öskrandi snilld. Hann virtist reyndar eyða minstum tíma í að kenna námsefnið, eða þannig að maður tæki eftir hvernig það átti að tengjast því.. En gaurinn var standandi fyndinn allan fyrirlesturinn, kanski er ég bara svona sérstakur en ég átti erfitt með mig á köflum. Bekkurinn hló líka, en ég hef lúmskann grun um að það hafi verið af mér... (bara djók).

Annars er lögræði merkilega athyglisver'. Hver vissi að það væri hægt að skemta sér yfir þessu? Ég er líka að klára síðustu vaktina mína á fimmtudaginn. Nett feginn, þar sem ég mætti beint í skólann eftir næturvakt á mánudaginn, og hef engann sérstakann áhuga á að endurtaka það á næstunni.

H
ættur i bili.