fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Bækur

Jæja er búinn að kaupa megnið af bókunum. 40 þúsund ríkisdalir útum gluggannn.
Þá er víst næst að lesa þennann fyrrverandi frumskóg. Ég er annars bara temmilega upplagður fyrir skólann, það er nettur spenningur í gangi, þó sammt ekki eins og maður sé að byrja í 6 ára bekk.....

Ég tók og fjárfesti einnig æi sjálfrennireið á dögunum og er enn að venja mig við gripinn, smá skref uppávið frá "krúttinu" eins og sumir hafa uppnefnt bílinn.