mánudagur, júlí 18, 2005

Im alive

Sællt veri fólkið.

Ég reyndi að blogga hér um daginn en það gekk ekkii allveg, var búinn að skrifa massa langa grein sem savaðist ekki þegar til kastanna kom. Auðvitað varð ég massa pirraður og nennti ekki að skrifa hana aftur þannig að ég fékk mér bara annan kaffi og sleppti blogginu.

En annars var ég að keppa um daginn á SECRET 26 bátnum. Ég var með nokkrum strákum úr klúbbnum. Við tókum æfingakeppni fyrir Grand Keflavíkur keppnina á þriðjudaginn og lenntum í 4 sæti af 10 bátum sem mér fannst svona viðunandi þar sem þetta var fyrsta sigling okkar allra saman, fyrsta sigling mín þetta árið og ein af ca 5 síðustu 2 ár. Um helgina kepptum við síðan frá Reykjavík og yil Keflavíkur, þar vorum við í 2 sæti á leiðinni, og loks á laugardaginn var brautarkeppni fyrir utan keflavík sem vð lenntum í 3 sæti í 4 sek á eftir næsta bát og það í rúmlega 3 tíma keppni. Það er svo sorglegt að ég get ekki einusinni verið pirraður yfir því.

Við stefnum ótrauðir á Íslandsmótið í Ágúst og vonandi að það gangi vel.
Ég er annars að gera upp við mig hvað ég eigi að gera í vetur, hvort ég eigi að vinna áfram eða hvort ég fari ekki í HÍ og þá í lögfræði, það kemur í ljós á næstu dögum.

Að lokum: ef einhver verið í vafasömum samtölum við mig á MSN þá gleymdi ég því uppi í vinnunni um daginn og vinnufélagar mínir tóku og fokkuðust í einhverjum.... vonandi ekki illilega

chao

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home