þriðjudagur, júlí 26, 2005

Fjarvera

Sælt veri fólkið.

Smá tilkynningar, ég er að fara yfir verslunnarmannahelgina, Ég er reyndar ekki að fara til eyja eða á eithvert blautt djamm, heldur Mallorka með familíunni. Fer á miðvikudaginn og kem viku síðar.

Við strákarnir höfum siglt töluvert undanfarið og stefnum ótrauðir á íslandsmótið. Eitthvað hlé verður á skiulöggðum æfingum en við tökum væntanlega upp þráðinn þegar nær dregur.

over and out

fimmtudagur, júlí 21, 2005

Háskóli

Sælar...

Hey ég er búinn að afþakka fasta stöðu í flugumsjón og hef áhveðið að fara í háskólann. Stefnan er eins og er sett á lögfræði, en þeir sem þekkja mig vita að það er allt eins líklegt að ég skipti um fag allt að 3x áður en ég byrja(hefur nú þegar gerst einu sinni).

Ég er hinsvegar búinn að ráða mig í vinnu næsta sumar(ekki seinna vænna). En hugmyndaauðgin er ekki meiri en svo að það er á sama stað...

Það er greinilegt að það eru allir hættir að lesa þetta, þar sem ekkert comment hefur borist við neinum af skrifum mínum... shame on you....!*&%$&$.

L8'er gamli

mánudagur, júlí 18, 2005

Im alive

Sællt veri fólkið.

Ég reyndi að blogga hér um daginn en það gekk ekkii allveg, var búinn að skrifa massa langa grein sem savaðist ekki þegar til kastanna kom. Auðvitað varð ég massa pirraður og nennti ekki að skrifa hana aftur þannig að ég fékk mér bara annan kaffi og sleppti blogginu.

En annars var ég að keppa um daginn á SECRET 26 bátnum. Ég var með nokkrum strákum úr klúbbnum. Við tókum æfingakeppni fyrir Grand Keflavíkur keppnina á þriðjudaginn og lenntum í 4 sæti af 10 bátum sem mér fannst svona viðunandi þar sem þetta var fyrsta sigling okkar allra saman, fyrsta sigling mín þetta árið og ein af ca 5 síðustu 2 ár. Um helgina kepptum við síðan frá Reykjavík og yil Keflavíkur, þar vorum við í 2 sæti á leiðinni, og loks á laugardaginn var brautarkeppni fyrir utan keflavík sem vð lenntum í 3 sæti í 4 sek á eftir næsta bát og það í rúmlega 3 tíma keppni. Það er svo sorglegt að ég get ekki einusinni verið pirraður yfir því.

Við stefnum ótrauðir á Íslandsmótið í Ágúst og vonandi að það gangi vel.
Ég er annars að gera upp við mig hvað ég eigi að gera í vetur, hvort ég eigi að vinna áfram eða hvort ég fari ekki í HÍ og þá í lögfræði, það kemur í ljós á næstu dögum.

Að lokum: ef einhver verið í vafasömum samtölum við mig á MSN þá gleymdi ég því uppi í vinnunni um daginn og vinnufélagar mínir tóku og fokkuðust í einhverjum.... vonandi ekki illilega

chao

miðvikudagur, júlí 13, 2005

jamms

Ég fór að sigla núna á þriðjudaginn, sem er magnað fyrir þær sakir að ég hef kanski
siglt 5 sinnum á síðustu 2 árum. Það gekk bara sæmilega við strákarnir tókum þátt í Þriðjudagskeppni í Reykjarvík og lenntum í 4 sæti, sem hljóta að teljast viðunandi úrslit. Það gekk nú ekki allt upp en samt var þetta bærilegt, ég átti reyndar von á að fá u.þ.b. 9 kærur á mig fyrir að "pumpa" sem er siglingahugtak..... Það er spurning hvort fólk vilji fara að kíkja með. (ef nokkur maður kemur hingað á síðuna lengur).

Það eru áframhaldandi æfingar út þessa vikuna, við srákarnir stefnum á að keppa í Grand Keflavíkurkeppninni um næstu helgi og ætlum að nýta tímann vel þangað til.

Later Gamli