sunnudagur, júní 05, 2005

Hitt og þetta/eitt og annað

Jæja þvert á við það sem mætti halda af blog ó/skrifum mínum er ég ekki búinn að leggja lyklaborðið á hiluna. Ég lofa að taka mér tak og ver duglegri að skrifa svo lengi sem einhver nennir að lesa þennan krapa. Ég gerðist svo frægur að labba uppá Esjuna. Auðvitað var valin vitlaus leið þannig að síðasti hlutinn var heldur lóðréttur. Þetta átti meira skylt við klifur en göngu... Á toppnum lá ský og var skyggni um 30-50 metrar. Það var reyndar kostur þar sem það sást styttra niður í klifrinu. Af þessum sökum lét lofthræðsla ekkert á sér kræla. Það er þó vissara að fólk láti af þeirri iðju að klípa mig í rassinn (og taki þeir til sín sem eiga!!) því ég er enn hel aumur á köflum..

En aldrei þessu vant er ekki allt vitlaust að gera í vinnunni.... sem er gleðileg tilbreyting. Maður er allur að koma til, jah eða vonar það a.m.k. Þar er kanski hluti af ástæðunni fyrir metnaðarleysi í skrifum kominn. er ekki nóg að sitja fyrir framan tölvu 11-13 tíma á dag þegar maður er í vinnunni(en ef maður situr fyrir framan 2 tölvur ætti það ekki að vera 22-26 tímar)

En nóg af bulli og blaðri í bili/tuði og suði

chao

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Láttu ekki svona strákur. Gott klíp í rassinn er góð tilbreyting á litlausum degi. Ég vona jafnframt að ferðin þarna upp hafi verið góð. Ég hefði alveg verið til í að vera með. Það er samt magnað að þegar labbað er þarna upp, þá hittir maður ALLTAF einhvern sem maður þekkir. Veit ekki hvort það hafi gerst hjá þér, en hver veit. Þú verður síðan að vera duglegri að svara sms-um frá vinum og kunningjum og böddíum. Maður veit aldrei hvað það hefur í för með sér, kannski eitthvað gott?????

12:27 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home