þriðjudagur, maí 24, 2005

smá pæling

Ég veit ég er latur en... Er að skoða möguleika á hlutum til að læra í framtíðinni... margt sniðugt og líka missniðugt en niðurstöðu að vænta fljótlega. Hlutirnir fara að skýrast ég geri ráð fyrir að koma með bráðabirgðarniðurstöðu á miðvikudaginn. En þangað til (dum dum dum dummmmmmmmmm...) (spila skal tocada og fuga e. Bach) Jæja ætla að vinda mér í að prenta út veðrið fyrir þessar áldósir.

sunnudagur, maí 08, 2005

Of mikill frítími

Ég bjóst ekki við að hægt væri að kvarta yfir því að hafa of mikinn frítíma, en vá það er greinilega hægt... Eftir að hafa staðið á haus í vinnu og skóla stærrihluta sólahringsins í u.þ.b. ár er það eiginlega mannskemmandi að hafa 15 frídaga í mánuði allt í einu, sí svona sjáiði, eins og kallinn sagði...
Metnaðurinn í Flensborg var nú ekki til fyrirmyndar og ætla mæti að ég rynni aftur í það form með meiri frítíma en vá það er ekki. Það er líka ótrúlega skrítið að vera að fóta sig í nýrri vinnu. Fara úr því að vita svo til allt sem gerist yfir í að krafla rétt í yfirborðið og vera eins og rati. (þessi er eins og að vera kominn aftur í stærðfræði hjá Danielle góðvinkonu minni). Ég hef því áhveðið að taka upp áhugamál sem taka mun upp meirihluta frítíma minn. Reyndar er ég ekki viss um hvað það ætti að vera en uppástungur eru vel þegnar t.d. í comment dálknum undir greininni... *** viel spas ***

miðvikudagur, maí 04, 2005

Greetings from Usbekistan

Þættinum hefur borist bréf. Þar sem þess er krafist ða ég skrifi meira ruglum bull hér inn og að það verði gert tíðar en verið hefur. Þátturinn fagnar þessari þróun og vill hampa "Anonymous" fyrir veittann stuðning og að vera greinilega einn mesti smekk-maður/kona landsins.

Ég fór í Tecknósport í dag í fyrsta sinn. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem ég lyfti lóðum í 5 ár!!! Þegar ég trítla inn og lít í kringum mig í leit að góðu útsýni varð ég fyrir töluverðum vonbrigðum. Það er vonandi að útsýnið fari batnandi á næstu vikum. Það er spurnig hvort augnakonfekt landsins geti ekki tekið sig saman og farið að mæta á svipuðum tíma og ég það má semja um tíma og þá er síminn hjá mér 695-0524.
(Hvað með mætingu kl. 4 á morgun?). Er annars enginn sem á kort þarna og vantar æfingafélaga?

Að lokum: fyrsta næturvaktin er í kvöld og forvitnilegt að sjá í hverskonar formi ég verð kl. 9:00 í fyrramálið þegar ég kem heim. Tekið er á móti veðmálum og eru flokkarnir 2. dauður/lamaður

kveðja frá úsbekistan