laugardagur, apríl 23, 2005

Það var nú það

Það var nú eins gott að ég var ekki með neinar yfirlýsingar þarna um daginn..... úf þetta var bara brútal próf. Við erum að tala um það að það komu spurnignar úr fleiri en einu fagi sem búið var að gefa út að yrði EKKI spurt úr. síðan kom tegund af veðurfræðikorti sem hefur ekki verið notað í 15 ár og ekkert okkar hafði séð áður. Flugplanið sem við áttum að vinna uppúr var gallað. Við áttum að nota punkta sem voru hreinlega ekki á kortinu (okkur var ekki einusinni sagt frá því). Til að toppa allt þá var hreinlega ekki gert ráð fyrir réttu svari í a.m.k. einu dæmi... þetta var alger hryllingur. Það var hreinlega farið að rjúka úr sumum þegar leið á. Það má segja að ég hafi verið orðinn "nett" pirraður.

En ég þarf semdagt að standast þetta próf til að fáað fara í flugmálastjórnarprófið næsta föstudag. Það er ekki nóg að slefa með 4,5 heldur litla 7,5.... takk fyrir góðann daginn og gleðileg jól.

2 Comments:

Blogger S�var Helgi said...

Þetta eru bara lélegar afsakanir!

11:57 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja humm einmitt það. en takk samt: þú átt fyrsta kommentið þó það sé mér ekki að skapi :)

8:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home