miðvikudagur, apríl 20, 2005

Erfiðir dagar

Það er farið að síga á seinnihlutann á flugumsjónarnámskeiðinu. tregablandin tilfinning sem fylgir því. Það verður reyndar ágætt að ná að sofa meira en 5 tíma á sólahring, en trodzdem. Skólaprófið er á föstudaginn og flugmálastjórn næsta föstudag þar á eftir. Síðan tekur alvaran við sunnudaginn þá um helgina, fyrsta vaktin er 1. maí afmælisdag gamla kallsins. Það er bara að krossa fingur og vona að þetta gangi allt upp. Fínt að vera búinn að mála sig útí horn á gamlastaðnum.... Bara ekki klúðra þessu. Ætli þetta sé ekki mikilvægasta próf sem ég hef farið í. Það er hinsvegar annað mál hvort þetta sé það erfiðasta líka, sem ég reyndar efast um. En ég ætla ekki að gefa út neinar yfirlýsingar... það er á hreinu

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home