þriðjudagur, apríl 26, 2005

Næsta stríð

Þá er skólaprófið að baki og ég get farið að einbeita mér að flugmálastjórnarprófinu.
Niðurstaðan úr skólaprófinu var ekki allveg að óskum en ég held ótrauður áfram, smelli einum íþróttafrasa á það: þetta var bara ekki minn dagur, dagformið var ekki til staðar. En ég er fullur bjartsýni á að ég ná mér á strik fyrir næsta próf sem er á föstudag. Það eru atriði sem voru að fara forgörðum sem munu ekki gerast aftur.

Ein pæling að lokum. Ég fór í fótbolta með strákunum um daginn og er enn með harðsperrur! Ætli maður geti fengið öryrkjabætur ef þær fara ekki að lagast?

p.s. en ef maður er á 100% bótum fyrir? ;)

laugardagur, apríl 23, 2005

Það var nú það

Það var nú eins gott að ég var ekki með neinar yfirlýsingar þarna um daginn..... úf þetta var bara brútal próf. Við erum að tala um það að það komu spurnignar úr fleiri en einu fagi sem búið var að gefa út að yrði EKKI spurt úr. síðan kom tegund af veðurfræðikorti sem hefur ekki verið notað í 15 ár og ekkert okkar hafði séð áður. Flugplanið sem við áttum að vinna uppúr var gallað. Við áttum að nota punkta sem voru hreinlega ekki á kortinu (okkur var ekki einusinni sagt frá því). Til að toppa allt þá var hreinlega ekki gert ráð fyrir réttu svari í a.m.k. einu dæmi... þetta var alger hryllingur. Það var hreinlega farið að rjúka úr sumum þegar leið á. Það má segja að ég hafi verið orðinn "nett" pirraður.

En ég þarf semdagt að standast þetta próf til að fáað fara í flugmálastjórnarprófið næsta föstudag. Það er ekki nóg að slefa með 4,5 heldur litla 7,5.... takk fyrir góðann daginn og gleðileg jól.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Erfiðir dagar

Það er farið að síga á seinnihlutann á flugumsjónarnámskeiðinu. tregablandin tilfinning sem fylgir því. Það verður reyndar ágætt að ná að sofa meira en 5 tíma á sólahring, en trodzdem. Skólaprófið er á föstudaginn og flugmálastjórn næsta föstudag þar á eftir. Síðan tekur alvaran við sunnudaginn þá um helgina, fyrsta vaktin er 1. maí afmælisdag gamla kallsins. Það er bara að krossa fingur og vona að þetta gangi allt upp. Fínt að vera búinn að mála sig útí horn á gamlastaðnum.... Bara ekki klúðra þessu. Ætli þetta sé ekki mikilvægasta próf sem ég hef farið í. Það er hinsvegar annað mál hvort þetta sé það erfiðasta líka, sem ég reyndar efast um. En ég ætla ekki að gefa út neinar yfirlýsingar... það er á hreinu

föstudagur, apríl 15, 2005

Það er einmitt það

Þar með hef ég gengið í hóp margra merkra blogg-pleppa. Hlýt að eiga vel heima í þeim hópi nöldrara og skoðana sjálfhverfra (sem hlýtur að vera nýyrði). Ætli það verði ekki aðeins að ráðast hvað maður skrifar um hérna hvort það verða kvartanir yfir bakverk, sjónvarpsefni eða eithvað sem skiptir minna máli....

Mál að linni í bili. byrja rólega og sjá hvernig þetta gengur
og GLEÐILEG JÓL... nei grín.... GLEÐILEGA PÁSKA ;)