sunnudagur, janúar 22, 2006

Skóli

Hvað er orðið langt síðan ég skrifaði hingað inn síðast? HELLINGS langt...

smá briefing:
Náði Almennunni
Er að lesa eins og vitleysingur lögfræði, er alltaf til 6 á hlöðunni virka daga.
Síðan er farið í Flugskólann og þar á námskeiði til 10.
Haugur að lesa, Heimspeki er ekkert grín. Ég ætla aldrei að gera grín að heimspekiskor aftur.
Var hálf boðin vinna í gær. Gott tilboð en ætli ég taki ekki og fjárfesti í framtíðinni og segi pass.

Kv. Lærdómur

P.s. Hvernig var það átti ekki skíðamaðurinn að aðstoða mig við uppfærslur á þessari síðu?

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Almenn leiðindi

Jæja, þetta er nú alveg til að drepa hvern mann. Mætti klukkan 8 til að fara í einhverja tíma og hvað gerist, jú maður fer í einn grautfúlan eðlisfræðitíma, þar sem nota bene 5 voru mættir í þegar hann var að fara að byrja að kenna. Og síðan ekkert meir, línan féll niður og ég fékk að sjálfsögðu að vita það klukkan hálf tólf eða eitthvað. Margir væru ánægðir með þetta svo þeir gætu farið heim, en ég hef ekki samvisku í að strjúka heim svo snemma, þannig að ég er bara búinn að hanga hérna í guð má vita hvað marga tíma og hef afkastað svo miklu sem....engu :( Það er nú samt gaman að fá að deila þessari gremju með einhverjum, þannig að ég stend í þakkarskuld við Tryggva að hleypa manni inn í þetta mikla dæmi sitt, sem þessi blogsíða er að verða. Veit samt ekki hvað maður nennir að vera duglegur, en á hinn boginn þarf ég nú ekki að vera mjög duglegur til að slá eigand síðunnar við :P Væri gaman að fá smá "fíídbakk" á hvort maður eigi yfirhöfuð að vara að þessari vitleysu.....

Ég segi þá bara viel Spass und auf wieder sehen.......

miðvikudagur, nóvember 02, 2005

Titill óskast

Ég fór þarna í kokteil í ESSO á föstudagskvöldið, mjólk var veitt í ágætismagni og eiga þeir hrós skilið fyrir það, ég er nú samt ekki alveg búinn að fyrirgefa þeim fyrir samkeppnisdæmið um árið, greinilegt að í þessu fyrirtæki er lagt mikið uppúr samvinnu og hópdæmi. Síðan lá leið á Hverfisbarinn þar sem skemtunin hélt áfram. Merkilegt samt hvað lögfræðingar vaða í villu og svima um að þegar þeir séu orðnir ögn kendir þá séu þeir meistarar dansgólfsins. Þegar geðsjúklingar í öðrum deildum lesa yfir sig telja þeir sig vera Napoleon eða einhvern viðlíka, en ég held að það í lok viku hins almenna laganema, haldi þeir að þeir séu Fred Astair eða Ginger Rogers. (það að ég viti þessi nöfn er Gettu betur að kenna, ekki að ég sé "sérstakur", sá sem heldur því fram skal bannfærður og dæmdur til eilífðarvistar í línulegri algebru....

Metnaðurinn mætti allveg vera meiri þessa dagana þó ég sé langt frá því að vera í bullinu. Ég læt með fylgja mynd af félaga mínum í lögfræðinni þar sem öskrandi metnaður er í gangi.... Sorry Gunnar (sem veit ekki af þessari síðu)

sunnudagur, október 30, 2005

Letilíf

Það er ekki allveg sami dugnaðurinn í manni og í byrjun, hann er samt allveg til staðar, fer að keyra upp pressuna hvað úr hverju. Bíllinn fer í réttingu á mánudaginn, verður fínt að geta látið sjá sig aftur (Það er bara ekki boðlegt að aka um á beygluðum bíl!!). Það fer líka að styttast í að ég skuldi einhverjum ís, fæ líklegast útúr prófinu fyrir lok þessarar viku. Annars er nú fátt að frétt.... humm hvað getur maður sagt


....auf wieder hören

miðvikudagur, október 26, 2005

Tilraunir


Ég hef verið nett latur síðustu tvo daga. Svona eða þannig er enn að ná mér á strik eftir törnina í síðustu viku. Er að fara í kynningu í Hæstarétt að skoða kofann. Síðan er kokteill næsta föstudag í boði bensínokrarans ESSO, ætli þeir séu að leita sér að upprennandi stjörnum í skaðabótarétti nú eða einhverjum sem lofa góðu í samkeppnismálum. Þá hlýtur að vera lykilatriði að vera með hópvinnugenið og leita samráðs hjá þeim sem eru með þér í hóp, hvort sem um er að ræða keppni eða leik.

Ég er að reyna að læra á fídusana hérna á blogginu, fanst viðeigandi að setja mynda af lærandi manni. Þessi vitleysingur var reyndar ekki í HÍ.

Lærlingur Kveður

sunnudagur, október 23, 2005

.....

Þá heldur þetta áfram. Það var svosem fínt á próflokadjamminu í gær. Það var nú samt ekki eins og síðast þegar við Ágúst fórum á Hverfisbarinn, ekki eins fróðlegt.

Taldi saman blaðasíðurnar sem eru fyrir fyrstu 3 dagana í næstu viku í Almennunni litlar 303 síður!!!! eins gott að ég var duglegur í þar síðustu viku og er búinn að renna yfir þetta að stórum hlut. Þarf samt pottþétt að gera það aftur.

kallinn kveður að sinni með Rammstein í eyrunum að lesa: um fordæmi og valdmörk dómstóla höf. Jón Steinar Gunnlaugsson

laugardagur, október 22, 2005

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo

Próf

Nema menn vilji að ég hlýði þeim yfir kröfurétt, þá hef ég ekkert nýtt framm að færa. Síðustu vikuna hef ég verið alla daga allann daginn uppá hlöðu. Ég tók samann tímafjöldann í gærkvöldi. 60 tímar á 5 dögum. Það er ekki heilbrigt. Ég skal vera fyrsti maðurinn til að viðurkenna það.
Ég fann ég var orðinn slæptur í kollinum í gærkvöldi, skiljanlegt (?). Fór síðan í prófið í morgun og held það hafi bara gengið... það er pottþétt ekki fall... en spurning hvað maður fær. Ég verð eiginlega bara sáttur hvað svo sem ég fæ. SAMT.

spurning hvort menn vilji taka þátt í léttum leik í comment dálknum. spurningin er:

Hvað fær Tryggvi í einkunn?

Sá sem hittir á töluna fær fríann ís.

kveðja

In dubio pro reo